Miklar breytingar nauðsynlegar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Tak­ist Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, ekki að semja um grund­vall­ar­breyt­ing­ar á veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu ætti hann að beita sér fyr­ir því að Bret­ar gangi úr sam­band­inu. Þetta er niðurstaða viðamik­ill­ar skýrslu sem kynnt var í dag.

Fjallað er um skýrsl­una á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph en hún er afrakst­ur sam­starfs hag­fræðinga og þunga­vigt­ar­manna í bresku viðskipta­lífi. Fram kem­ur í frétt­inni að um sé að ræða ít­ar­leg­ustu rann­sókn á veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu og þá mögu­leika sem land­inu standi til boða gangi það úr sam­band­inu sem gerð hafi verið til þessa. Skýrsl­an þykir ekki síst áhuga­verð í ljósi full­yrðinga um að Bret­land þurfi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu þar sem það þjóni hags­mun­um bresks at­vinnu­lífs. Skýrsl­an geng­ur þvert á það sjón­ar­mið.

Ca­meron hef­ur boðað þjóðar­at­kvæði um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir árs­lok 2017 en Íhalds­flokk­ur hans vann sig­ur í þing­kosn­ing­un­um sem fram fóru í land­inu síðasta vor. Ca­meron hyggst end­ur­semja um veru lands­ins í sam­band­inu og að því loknu bjóða kjós­end­um að velja á milli þess að ganga úr því eða vera þar áfram inn­an­borðs með breytt­um skil­mál­um.

Hags­mun­um ann­ars bet­ur borgið utan ESB

Fram kem­ur í skýrsl­unni, sem tel­ur um eitt þúsund blaðsíður og tal­in er eiga eft­ir að gegna lyk­il­hlut­verki í þeirri umræðu sem framund­an er í Bretlandi, að Ca­meron þurfi að ná fram tíu atriðum í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið eigi að vera viðun­andi að landið verði áfram inn­an sam­bands­ins. Að öðrum kosti sé bæði hags­mun­um breskra fyr­ir­tækja og heim­ila bet­ur borgið utan þess.

Þannig þurfi að tryggja að Bret­land fái neit­un­ar­vald gagn­vart lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu, end­ur­heimti völd yfir at­vinnu­mál­um sín­um og verja þurfi breskt fjár­mála­líf með var­an­leg­um hætti gegn reglu­verki sam­bands­ins. Enn­frem­ur er lögð áhersla á að Bret­land verði und­anþegið mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um sí­fellt auk­inn samruna ríkja þess. Þá þurfi að tryggja að fyr­ir­tæki sem ekki selji vör­ur til sam­bands­ins þurfi ekki að fara að regl­um þess.

Tolla­banda­lag en ekki fríversl­un­ar­svæði

Sam­kvæmt skýrsl­unni er lang­ur veg­ur frá því að ver­an í Evr­ópu­sam­band­inu hafi skilað þeim ár­angri fyr­ir neyt­end­ur og fyr­ir­tæki í Bretlandi sem sam­eig­in­leg­ur markaður ætti að gera. Eft­ir 40 ára veru í Evr­ópu­sam­band­inu flytji aðeins 5% breskra fyr­ir­tækja vör­ur með bein­um hætti til annarra ríkja sam­bands­ins en eft­ir sem áður þurfi öll bresk fyr­ir­tæki að fara að íþyngj­andi lög­gjöf þess.

Þá er meðal ann­ars lögð áhersla á að Evr­ópu­sam­bandið sé ekki fríversl­un­ar­svæði held­ur tolla­banda­lag sem hafi tek­ist ein­stak­lega illa upp við að ná viðskipta­samn­ing­um við vax­andi efna­hags­veldi eins og Kína. Ein af for­send­um þess að hags­mun­um Breta væri borgið inn­an sam­bands­ins væri sú að auk­in áhersla yrði lögð á gerð fríversl­un­ar­samn­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert