Bókarinn fékk fjögur ár

Oskar Gröning í réttarsalnum í morgun.
Oskar Gröning í réttarsalnum í morgun. AFP

 Osk­ar Grön­ing, fanga­vörður í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista, Auschwitz, í seinni heimstyrj­öld­inni, var í dag dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi. Sak­sókn­ari hafði farið fram á að hann yrði dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi.

Grön­ing, sem er 94 ára, var ákærður fyr­ir að bera ábyrgð á morðum á 300 þúsund manns í fanga­búðunum. 

Ólíkt flest­um öðrum fanga­vörðum SS þá hef­ur Grön­ing, sem var nefnd­ur „bók­ari Auschwitz“, rætt um hvað hann gerði og hvað hann sá á meðan hel­för­inni stóð. 

Grön­ing var tví­tug­ur að aldri þegar hann bauð sig fram til starfa fyr­ir Waf­fen SS enda heillaður af SS bún­ing­un­um og ákafan­um sem fylgdi stríðinu árið 1941.

Hans helsta starf í Auschwitz var að flokka pen­inga sem stolið var frá gyðing­um sem tekn­ir voru af lífi eða notaðir í þræla­haldi búðanna. Pólsk slot, grísk­ar drakk­mör, franskri frank­ar, hol­lensk gyll­ini og ít­alsk­ar lír­ur.

Grön­ing fædd­ist árið 1921 skammt frá Bremen og fjöl­skylda hans var afar þjóðræk­in. Hann missti móður sína fjög­urra ára gam­all og ólst upp hjá föður sem var fé­lagi í hernaðar­hóp sem nefnd­ist Der Stahlhelm, eða Stál­hjálm­ur­inn. Grön­ing gekk til liðs við ungliðahreyf­ingu þar sem andúð á gyðing­um var alls ráðandi.

Hann seg­ist hafa óskað eft­ir því að vera flutt­ur í fremstu víg­línu en verið synjað. Því var hann áfram vörður í út­rým­ing­ar­búðunum þar sem sem her­menn eyddu kvöld­un­um við spila­mennsku og drykkju og gerðu stund­um að leik sín­um að skjóta ljósa­per­ur í stað þess að slökkva ljósið með hefðbundn­um hætti. Í sept­em­ber 1944 var hann send­ur til Ardenn­es að berj­ast við banda­menn.

„Ég sá allt.“

Þegar hann snéri heim aft­ur eft­ir að hafa verið stríðsfangi í Bretlandi, kvænt­ist hann og eignaðist tvo syni. Hann starfaði við launa­út­reikn­inga í gler­verk­smiðju. En fortíðin bankaði á dyr árið 1985 er fé­lagi hans í frí­merkja­safn­ara­klúbbi færði hon­um bók sem skrifuð var af manni sem neitaði til­vist helf­ar­ar­inn­ar. 

Grön­ing skilaði bók­inni með eft­ir­far­andi skila­boðum: „Ég sá allt. Gas­klef­ana, lík­brennsl­ur, val á fórn­ar­lömb­um... Ég var þar.“

Í kjöl­farið skrifaði hann end­ur­minn­ing­ar fyr­ir fjöl­skyld­una þar sem hann deildi með þeim því sem hann upp­lifði. End­ur­minn­ing­arn­ar, sem eru 87 blaðsíður að lengd, rötuðu síðan í hend­ur þýskra fjöl­miðla og í heim­ild­ar­mynd BBC árið 2003.

„Ég myndi lýsa mínu hlut­verki sem litlu tann­hjóli í gang­skipt­ingu,“ út­skýr­ir Grön­ing. „Ef þú get­ur lýst þessu sem sök þá er ég sek­ur. Laga­lega séð er ég sak­laus.“

Það hef­ur hins veg­ar nú komið í ljós að hann hafði rangt fyr­ir sér. Hann er vænt­an­lega einn sá síðasti sem verður dæmd­ur fyr­ir þau voðaverk sem fram­in voru á tím­um helfar­ar­inn­ar.

„Mér þykir þetta leitt“

Rétt­ar­höld­in hafa staðið yfir í Lü­neburg frá því í apríl. Í gær fékk Grön­ing síðasta tæki­færið til að tjá sig um hlut sinn við rétt­ar­höd­lin. Hann baðst af­sök­un­ar á hlut sín­um og sagði að eng­inn hefði átt að taka þátt í því sem fram fór í Auschwitz. „Ég veit það. Ég harma það í einglægni að hafa áttað mig á þessu fyrr og oft­ar. Mér þykir þetta leitt,“ sagði hann titrandi röddu. 

Hóp­ur fólks sem lifði af hel­för­ina sendi frá sér til­kynn­ingu eft­ir að dóm­ur féll í morg­un þar sem niður­stöðunni var fagnað.

Grön­ing bar við rétt­ar­höld­in að hon­um hryllti við þeim glæp­um sem hann hafði orðið sjón­ar­vott­ur að í búðunum og hann hafi í þrígang, frá því hann kom þangað 1942, óskað eft­ir því að vera flutt­ur í fremstu víg­línu. Hann fékk ekki heim­ild til þess fyrr en haustið 1944.

Um 1,1 millj­ón manna, flest­ir evr­ópsk­ir gyðing­ar, hurfu á ár­un­um 1940 til 1945 í Auschwitz-Bir­kenau út­rým­ing­ar­búðunum.

Ég var þar

Oskar Gröning
Osk­ar Grön­ing AFP
Oskar Groening
Osk­ar Groen­ing AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert