Áfrýja dómi yfir Pistorius

Oscar Pistorius
Oscar Pistorius AFP

Saksóknari hefur áfrýjað dómi yfir hlauparanum Oscar Pistorius en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyr­ir að skjóta Reeva Steenkamp, þáver­andi unn­ustu hans, til bana.

Pistorius hef­ur ít­rekað haldið því fram að hann hafi talið að Steenkamp væri inn­brotsþjóf­ur. Hann skaut fjór­um skot­um á lokaðar baðher­berg­is­dyr. Á baðher­berg­inu var Steenkamp hins veg­ar og varð fyr­ir skot­un­um. Dómurinn var kveðinn upp í fyrra en Pistorius verður látinn laus úr fangelsi á föstudag.

Saksóknari fer fram á að hlauparinn verði dæmdur fyrir morð en verjendur hans þurfa að svara áfrýjuninni fyrir 17. september. Talið er að áfrýjunin verði tekin fyrir í nóvember. Ef áfrýjunardómstóll fellst á að Pistorius sé sekur um morð þá verður hann væntanlega dæmdur í fimmtán ára fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert