Lækkuðu mikið í viðskiptum dagsins

Verðbréfamiðlarar í New York.
Verðbréfamiðlarar í New York. AFP

Gengi hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum var talsvert lægra þegar markaðir lokuðu í dag. Vísitölurnar hækkuðu þó nokkuð frá því sem verst var í dag. Lækkunin á rætur að rekja til lækkunar sem varð á Kínamörkuðum í dag.

Þegar viðskiptum lauk hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 3,55%, S&P 500 um 3,93% og Nasdaq um 3,82%. Hlutabréf víðar um heim hafa einnig lækkað, bæði í Evrópu og Suður-Ameríku. Hlutabréfavísitölur í Argentínu hafa til að mynda lækkað um 6,3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert