Fréttakona og upptökumaður myrt

Sjónvarpsstöðin hefur nú birt mynd af þeim Parker og Ward …
Sjónvarpsstöðin hefur nú birt mynd af þeim Parker og Ward sem létu lífið í morgun. AFP

Tilkynnt hefur verið um byssumann við Bridgewater Plaza verslunarmiðstöðina í Moneta í Virgíniu ríki Bandaríkjanna. Myndband sem sýnir upphaf skotárásarinnar hefur nú verið birt á Youtube en hópur frá sjónvarpsstöðinni WDBJ7 var á staðnum. Á myndbandinu má sjá fréttakonu taka viðtal er skotárásin hefst. WDBJ hefur staðfest að hópur frá stöðinni hafi verið á staðnum.

Fox News segir frá þessu.

Að sögn lögreglu eru fórnarlömb byssumannsins þrjú talsins en skotárásin hófst klukkan 6:45 í morgun að staðartíma. Mannsins er enn leitað að sögn lögreglu.

Uppfært kl 13:36

Nú hefur það verið staðfest að fréttakonan Alison Parker og upptökumaðurinn Adam Ward, bæði starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ7, hafi látið lífið í skotárásinni. Parker, sem var 24 ára, má sjá í myndbandinu hér að neðan. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn og er byssumannsins leitað. BBC segir frá þessu.

„Við vitum ekki ástæðu þessarar árásar. Við vitum ekki hver sá grunaði eða byssumaðurinn er," sagði framkvæmdarstjóri stöðvarinnar Jeffrey Marks í samtali við fjölmiðla. 

Hér má sjá myndband sem sýnir upphaf árásarinnar. Það er ekki fyrir viðkvæma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert