„Þetta er Vester“

Vester Lee Flanagan.
Vester Lee Flanagan. AFP

Þegar að starfsmenn fréttastofu WDBJ sáu mynd sem að náðist af byssumanninum sem skaut tvo fréttamenn stöðvarinnar til bana í gær vissu þeir strax að um væri að ræða Vester Flanagan, fyrrum starfsmann stöðvarinnar.

NBC segir frá þessu.

Á myndinni sem tökumaðurinn Adam Ward náði er hann hafði verið skotinn af Flanagan má sjá morðingjann horfa í linsuna og beina byssu sinni að Ward.

„Allir sem sáu myndina sögðu „Þetta er Vester,“ sagði framkvæmdarstjóri stöðvarinnar Jeffrey Marks í viðtali í morgun. „Ég var ekki viss. En þau voru það.“

Að sögn Marks höfðu starfsmenn stöðvarinnar strax samband við lögreglu og létu vita um hvern væri að ræða. Eins og áður hefur komið fram var Flanagan rekinn úr starfi sínu hjá WDBJ eftir að öðrum starfsmönnum fannst erfitt að vinna með honum.

Skotárásin átti sér stað í verslunarmiðstöð í Moneta í Virginíu um klukkan 6:45 að staðartíma í gær. Fréttakonan Alison Parker og Ward létust á staðnum. Viðmælandi Parker í viðtali sem var í gangi í beinni útsendingu særðist í árásinni. Ástand hennar er nú stöðugt.

Um fjórum klukkustundum síðar fann lögregla bíl Flanagan á flugvelli í nágrenninu. Í ljós kom að hann hafði leigt bíl fyrir árásina en lögreglumaður sá bifreiðina á hraðbraut og hóf eftirför. Flanagan keyrði út af veginum, skaut sig og lést á sjúkrahúsi tveimur tímum síðar.

Þegar starfsmenn WDBJ sáu þessa mynd vissu þeir strax að …
Þegar starfsmenn WDBJ sáu þessa mynd vissu þeir strax að Flanagan væri árásarmaðurinn. AFP
Parker og Ward var minnst í gærkvöldi.
Parker og Ward var minnst í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert