Cameron breytir spurningunni

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur fall­ist á að breyta spurn­ing­unni sem lögð verður fyr­ir breska kjós­end­ur í fyr­ir­huguðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu. Gert er ráð fyr­ir að kosn­ing­in fari fram á næsta ári.

Lög sem samþykkt voru á breska þing­inu fyrr á þessu ári gera ráð fyr­ir því að spurt verði hvort Bret­land eigi að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu með svar­mögu­leik­un­um já eða nei. Kosn­ingaráð Bret­lands, sem er sjálf­stæð stofn­un ábyrg gagn­vart breska þing­inu, gerði at­huga­semd við það fyr­ir­komu­lag og taldi það hygla þeim sem vildu vera áfram í sam­band­inu.

Stofn­un­in lagði þess í stað til að spurt yrði hvort Bret­land ætti að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið eða vera áfram inn­an þess. Talsmaður Ca­merons sagði við fjöl­miðla að rík­is­stjórn­in hefði í hyggju að fara að ráðlegg­ing­um Kosn­ingaráðsins og breyta spurn­ing­unni.

Frétta­vef­ur breska dag­blaðsins Guar­di­an grein­ir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka