Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB

Breska þingið
Breska þingið AFP

Naumur meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið, eða 51%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun þar í landi. 

Samkvæmt könnuninni, sem birt er í The Mail on Sunday, vilja 51% yfirgefa ESB ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en 49% segjast vera fylgjandi áframhaldandi aðild Breta að ESB.

Niðurstaðan er í samræmi við þær skoðanakannanir sem birst hafa undanfarið en þær sýna sífellt meiri stuðning við brotthvarf úr sambandinu.

Frétt Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert