Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB

Breska þingið
Breska þingið AFP

Naum­ur meiri­hluti Breta vill yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið, eða 51%, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un þar í landi. 

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem birt er í The Mail on Sunday, vilja 51% yf­ir­gefa ESB ef gengið yrði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið en 49% segj­ast vera fylgj­andi áfram­hald­andi aðild Breta að ESB.

Niðurstaðan er í sam­ræmi við þær skoðanakann­an­ir sem birst hafa und­an­farið en þær sýna sí­fellt meiri stuðning við brott­hvarf úr sam­band­inu.

Frétt Tel­egraph

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka