Aksel Johannesen fer fyrir nýrri landstjórn

Aksel Johannesen.
Aksel Johannesen. Ljósmynd/EileenSanda

Þrír flokkar í Færeyjum hafa náð samkomulagi um að mynda nýja landstjórn undir forystu Aksels Johannesens, formanns Jafnaðarflokksins.

Færeyskir fjölmiðlar sögðu í gær að Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Framsókn hefðu náð samkomulagi um skiptingu ráðuneyta og Aksel Johannesen yrði lögmaður, eða forsætisráðherra.

Gert er ráð fyrir því að Þjóðveldisflokkurinn fái fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, verður sjávarútvegsráðherra.

Framsókn, flokkur sem klauf sig frá Fólkaflokknum, fær vinnumálaráðuneytið og á einnig að fara með utanríkismál sem hafa heyrt undir lögmanninn á síðustu árum, að sögn færeyska fréttavefjarins Norðlýsið.

Samið var um að Aksel Johannesen færi í staðinn með stjórnskipunarmál og flokkarnir þrír stefna að því að tillaga um breytingu á stjórnarskránni verði borin undir þjóðaratkvæði. Spurt verður hvort staðfesta eigi að færeyska þjóðin hafi æðsta valdið í Færeyjum, að því er Norðlýsið hefur eftir heimildarmönnum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert