Meirihluti Breta vill úr ESB

mbl.is

Fleiri Bret­ar vilja úr Evr­ópu­sam­band­inu en vera þar áfram inn­an­borðs sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fram­kvæmd var af fyr­ir­tæk­inu YouGov.

Sam­kvæmt könn­un­inni vilja 40% Breta segja skilið við sam­bandið en 38% eru því and­víg. Sé aðeins miðað við þá sem taka af­stöðu með eða á móti vilja 51% úr ESB en 49% vera þar áfram. Fjallað er um könn­un­ina á frétta­vef Daily Tel­egraph.

Þetta er önn­ur skoðana­könn­un­in á skömm­um tíma sem sýn­ir fleiri hlynnta því að yf­ir­gefa ESB en könn­un sem gerð var af fyr­ir­tæk­inu og birt í byrj­un þessa mánaðar sýndi sömu niður­stöður eða 51% hlynnt því að segja skilið við sam­bandið og 49% hlynnt áfram­hald­andi veru inn­an þess. 

Þetta er fyrsta skoðana­könn­un YouGov sem sýn­ir fleiri hlynnta því að yf­ir­gefa ESB en þá sem vilja vera þar áfram í tölu­verðan tíma. Niður­stöðurn­ar sýna enn­frem­ur mikla breyt­ingu frá könn­un YouGov í fe­brú­ar á þessu ári þegar 45% vildu vera áfram í ESB en 35% voru því and­víg.

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur heitið því að þjóðar­at­kvæði fari fram um veru Bret­lands í ESB fyr­ir árs­lok 2017. Talið er lík­legt að kosn­ing­in fari fram ein­hvern tím­ann á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert