Gæti stutt úrsögn úr ESB

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði á flokksþingi breska Íhalds­flokks­ins sem hófst í gær að hann gæti ekki ábyrgst að hon­um tæk­ist að semja um breytta skil­mála aðild­ar lands­ins að Evr­ópu­sam­band­inu með ásætt­an­leg­um hætti.

Ca­meron hef­ur heitið þjóðar­at­kvæði um veru Bret­lands í ESB fyr­ir lok árs 2017. Áður en til þess kem­ur hyggst hann ná samn­ing­um um að end­ur­heimta ákveðnar vald­heim­ild­ir frá sam­band­inu. Bresk­ir kjós­end­ur standi þar með frammi fyr­ir því vali að vera áfram í ESB á breytt­um for­send­um eða segja al­farið skilið við sam­bandið.

Ljóst er að breski Íhalds­flokk­ur­inn er klof­inn í mál­inu og er fjöldi þing­manna flokks­ins op­in­ber­lega hlynnt­ur því að segja skilið við ESB. Ca­meron sagði enn­frem­ur að ef hon­um tæk­ist ekki að ná viðun­andi samn­ing­um við sam­bandið úti­lokaði hann ekki að hann myndi beita sér fyr­ir því að Bret­ar segðu skilið við það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert