Teikna árásarmenn hetjunnar

Teikningar af mönnunum sem réðust á Spencer Stone.
Teikningar af mönnunum sem réðust á Spencer Stone.

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt teikningar af tveimur mönnum sem taldir eru hafa stungið bandarískan hermann á næturklúbbi. Hermaðurinn er einn þeirra sem tókst að yfirbuga byssumann í lest í Frakklandi í ágúst síðastliðnum.

Hermaðurinn Spencer Stone var á ferðalagi ásamt tveimur æskuvinum sínum, Alek Skarlatos og Anthony Sadler, í Frakklandi í ágúst. Þeir voru álitnar hetjur er þeim tókst að yfirbuga byssumanninn sem hugðist hefja skothríð í lestinni.

En nú í október var Stone stunginn fjórum sinnum á næturklúbbi í Sacramento. Hann þurfti að gangast undir opna hjartaaðgerð vegna áverka sinna en hnífnum var m.a. stungið í hjarta hans, lifur og lungu. Stone var í rúmlega viku á sjúkrahúsi en var útskrifaður á fimmtudag. 

Frétt mbl.is: Er vakandi og getur staðið upp

Lögreglan hefur nú látið gera teikningar af árásarmönnunum. Teikningarnar eru byggðar á framburði vitna og myndum úr eftirlitsmyndavélum. 

Í frétt Sky um málið segir að Stone hafi verið fagnað eins og hetju er hann kom í næturklúbbinn. Síðar má sjá á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í verslun í nágrenni klúbbsins þegar hópur manna réðst á hann. 

Lögreglan segist ekki telja að árásin tengist atvikinu í lestinni í ágúst. 

Spencer Stone hefur verið heiðraður fyrir afrekið og hylltur sem …
Spencer Stone hefur verið heiðraður fyrir afrekið og hylltur sem hetja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert