„Ég dó næstum því“

Spencer Stone hlaut orðu vegna afreka sinna í lestinni.
Spencer Stone hlaut orðu vegna afreka sinna í lestinni. AFP

Spencer Stone er nú á batavegi eftir að hafa verið stunginn margsinnis í magann í Sacramento í Kaliforníuríki fyrr í mánuðinum. Stone öðlaðist heimsfrægð eftir að hann tók þátt í að yfirbuga árásarmann í franskri lest í sumar. Stone er nú kominn heim til sín í Sacramento og sér hann fram á langt endurhæfingarferli eftir árásina. „Ég dó næstum því,“ sagði hann í samtali við CBS og bætti við að bataferlið hafi verið sársaukafullt.

Hann vildi lítið tjá sig um árásina og árásarmennina en sagðist hafa eytt heilum degi með rannsóknarlögreglumönnum vegna rannsóknar málsins. Birtar hafa verið teikningar af þeim sem grunaðir eru um verknaðinn og eru þær byggðar á lýsingum Stone og upptöku úr eftirlitsmyndavél.

Stone gerir ráð fyrir því að vera í veikindaleyfi frá hernum í að minnsta kosti 60 daga, en hlakkar til að komast aftur til starfa.

Teikningar af mönnunum sem réðust á Spencer Stone.
Teikningar af mönnunum sem réðust á Spencer Stone.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert