David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að Bretland segi skilið við Evrópusambandið fái kröfur Breta um umbætur ekki hljómgrunn meðal leiðtoga sambandsins.
Cameron hefur lagt fram kröfur um breytingar sem Bretar vilji sjá gerðar innan ESB. Hann hefur sent Donald Tusk, forsta leiðtogaráðs ESB bréf þess efnis, en þar eru lagðar fram kröfur um breytingar sem Cameron vill sjá að verði að veruleika. Þetta kemur fram á vef BBC.
Austin Mitchell, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sakar Cameron um að vera þykjast.
Breski Íhaldsflokkurinn hefur lofað því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Breta í ESB fyrir árið 2017.
Cameron sagði í ræðu sl. þriðjudag, að „ef við getum ekki náð slíku samkomulagi [um umbætur] og ef áhyggjur Breta mæta aðeins daufum eyrum, sem ég trúi ekki að muni gerast, þá verðum við að velta því alvarlega fyrri okkur hvort þetta Evrópusamband henti okkur.“