Nasista-amma afneitar helförinni

(
( AFP

Tæplega níræð þýsk amma var í dag dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir að afneita helförinni. Ursula Haverbeck, sem er kölluð Nazi-Oma (nasista-amman), heldur því fram að ekki hafi verið lagðar sönnur á að  Auschwitz hafi verið útrýmingarbúðir.

„Þetta er bara kenning,“ segir Haverbeck sem er 87 ára gömul og þekkt fyrir öfgaskoðanir. Hún stýrði áður miðstöð öfgasamtaka sem var síðar lokað vegna nasistaáróðurs. 

Haverbeck er á sakaskrá en hún hefur í tvígang verið sektuð og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir að hvetja til æsinga. Í sjónvarpsviðtali við hana í apríl sl. hélt hún því fram að helförin væri mesta lygi sem sögur fara af. Fyrir það var hún dregin fyrir dómara núna sem dæmdi hana í tíu mánaða fangelsi. 

Dómarinn sagðist ekki skila neinum árangri að rökræða við manneskju sem hlusti ekki á staðreyndir og að hann þurfi ekkert að útskýra málið frekar fyrir henni - ekkert frekar en að jörðin sé kringlótt.

En þrátt fyrir þetta þá á Haverbeck sér marga stuðningsmenn og við réttarhöldin sátu öfgamenn í nánast hverju sæti inni í réttarsalnum í Hamborg og fyrir utan stóð hópur sem kallaði „hleypið okkur inn.“ Þegar hún yfirgaf réttarsalinn glumdi við lófatak og henni var ákaft fagnað af stuðningsmönnum.

Talið er að um 1,1 milljón,flestir evrópskir gyðingar, hafi horfið á árunum 1940-1945 í Auschwitz-Birkenau búðunum áður en þær voru herteknar af her Sovétríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert