Meirihlut Breta vill yfirgefa ESB

AFP

Meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag.

Alls eru 52% fylgjandi úrsögn úr ESB af þeim tvö þúsund sem tóku þátt í könnun ORB Internationall 48% eru fylgjandi áframhaldandi ESB-aðild Bretlands.

Í síðasta mánuði vildu 53% aðspurðra vera áfram í ESB og 55% í september, samkvæmt ORB sem gerir rannsóknirnar. Þetta er í fyrsta skipti síðan byrjað var að gera þessar kannanir fyrir hálfu ári sem meirihluti er fylgjandi brotthvarfi úr ESB.

Unga fólkið vill vera áfram í ESB en ekki eldra fólk

Mikill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. 69% aðspurðra á aldrinum 18-24 ára vill vera áfram í ESB á meðan aðeins 38% þeirra sem eru 65 ára og eldri vilja það. Stuðningur við ESB-aðild er mestur meðal Skota og Walesbúa á meðan Englendingar vilja frekar ganga út úr ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert