Meirihlut Breta vill yfirgefa ESB

AFP

Meiri­hluti Breta vill yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem birt var í dag.

Alls eru 52% fylgj­andi úr­sögn úr ESB af þeim tvö þúsund sem tóku þátt í könn­un ORB In­ternati­onall 48% eru fylgj­andi áfram­hald­andi ESB-aðild Bret­lands.

Í síðasta mánuði vildu 53% aðspurðra vera áfram í ESB og 55% í sept­em­ber, sam­kvæmt ORB sem ger­ir rann­sókn­irn­ar. Þetta er í fyrsta skipti síðan byrjað var að gera þess­ar kann­an­ir fyr­ir hálfu ári sem meiri­hluti er fylgj­andi brott­hvarfi úr ESB.

Unga fólkið vill vera áfram í ESB en ekki eldra fólk

Mik­ill mun­ur er á af­stöðu fólks eft­ir aldri. 69% aðspurðra á aldr­in­um 18-24 ára vill vera áfram í ESB á meðan aðeins 38% þeirra sem eru 65 ára og eldri vilja það. Stuðning­ur við ESB-aðild er mest­ur meðal Skota og Wales­búa á meðan Eng­lend­ing­ar vilja frek­ar ganga út úr ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka