„Það er komið nóg“

Robert L. Dear, 57 ára réðst inn í heilsugæslustöðina þar …
Robert L. Dear, 57 ára réðst inn í heilsugæslustöðina þar sem hann myrti þrjá og særði níu til viðbótar. AFP

Bandaríkjaforseti, Barack Obama, fordæmir byssueign þjóðar sinnar sem hann segir allt of almenna í ávarpi í dag en í gærkvöldi skaut maður þrjá til bana í Colorado. „Það er komið nóg,“ segir Obama.

Morðinginn, Robert Lewis Dear, er 57 ára að aldri en lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar um hann en fjölmiðlar segja ýmist að hann sé frá Norður- eða Suður-Karólínu. Hann kom inn á heilsugæsluna, sem meðal annars býður upp fóstureyðingar og getnaðarvarnir, skaut þrjá til bana, þar á meðal lögreglumann og særði níu til viðbógar. Ekki er enn vitað hvers vegna maðurinn framdi ódæðið, aðeins degi eftir þakkargjörðarhátíðina þegar Bandaríkjamenn njóta samverustunda með fjölskyldum sínum. 

Obama segir að hann hafi verið vopnaður árásarriffli og að hann hafi haldið fólki í gíslingu inni á  Planned Parenthood miðstöðinni.

„Við verðum að gera eitthvað vegna þess hversu auðvelt er að nálgast stríðsvopn á götum úti fyrir fólk sem á ekkert erindi með að beita slíkum vopnum.Það er komið nóg,“ segir Obama.

Maðurinn kom inn á heilsugæsluna um hádegisbilið að staðartíma og hóf skothríð út um glugga. Lögregla umkringdi húsið og eftir að hafa skipst á skotum í rúmar fimm klukkustundir tókst að yfirbuga árásarmanninn.

Þrír létust í skotárás

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert