Samningur sem Bretar vilja ná um ákveðnar umbætur við Evrópusambandið verður tilbúinn snemma í febrúar, að því er evrópskur diplómati greindi frá. Síðar í mánuðinum munu leiðtogar ESB ræða samninginn.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er vongóður um að samþykki fáist fyrir breytingum á fjórum sviðum áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlegt brotthvarf Breta úr ESB verður haldin síðar á þessu ári.
Leiðtogar ESB koma saman í Brussel 18. og 19. febrúar, þar sem þeir vonast til að samkomulag náist um málið.
Halda þarf þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta lagi í lok 2017 en Cameron gaf í skyn á sunnudaginn að hún yrði haldin síðar á þessu ári. „Ég myndi vilja að samkomulag næðist í febrúar og þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin í framhaldinu,“ sagði hann við