53% vilja úr Evrópusambandinu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Fleiri Bretar vilja ganga úr Evrópusambandinu en vera áfram innan þess, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Survation gerði fyrir breska götublaðið Mail on Sunday.

Samkvæmt skoðanakönnuninni vilja 53% ganga úr sambandinu en 47% vera þar áfram ef aðeins eru teknir inn í myndina þeir sem taka afstöðu með eða á móti. Ef teknir eru með allir sem svöruðu í könnuninni vilja 42% úr Evrópusambandinu en 38% vera þar áfram.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 14.-16. janúar og var úrtakið rúmlega eitt þúsund manns, samkvæmt frétt AFP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert