Michael Caine vill úr Evrópusambandinu

Micahel Caine.
Micahel Caine. AFP

Breski kvik­mynda­leik­ar­inn og Óskar­sverðlauna­haf­inn Michael Caine lýsti því yfir í sam­tali við breska rík­is­út­varpið BBC að hann væri hlynnt­ur því að Bret­ar yf­ir­gefi Evr­ópu­sam­bandið. Gagn­rýndi hann harðlega and­lits­lausa emb­ætt­is­menn sam­bands­ins sem tækju ákv­arðanir fyr­ir Bret­land sam­kvæmt frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

Fram kem­ur í frétt­inni að Caine, sem meðal ann­ars er þekkt­ur fyr­ir kvik­mynd­ir á borð við The Itali­an Job og Zulu, hafi sagt að hann væri orðinn nokkuð sann­færður um að hags­mun­um Breta væri best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann vísaði á bug full­yrðing­um um að Bret­land yrði fyr­ir efna­hags­leg­um skakka­föll­um utan sam­bands­ins. Bret­ar myndu vinna hörðum hönd­um að því að lífið utan Evr­ópu­sam­bands­ins yrði gott.

Yf­ir­lýs­ing Caines er sögð hval­reki fyr­ir hreyf­ingu þeirra sem vilja Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu enda hafi hún að und­an­förnu hvatt þekkta ein­stak­linga í bresku þjóðfé­lagi utan stjórn­mála­stétt­ar­inn­ar til þess að stíga fram og taka af­stöðu með því að Bret­ar yf­ir­gefi sam­bandið. Til þessa hafi það ekki skilað mikl­um ár­angri.

Þjóðar­at­kvæði hef­ur verið boðað í Bretlandi fyr­ir árs­lok 2017 um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu. Hugs­an­legt er talið að kosn­ing­in fari fram á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert