Hollendingar vilja kjósa um ESB

Mark Rutte forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte forsætisráðherra Hollands. AFP

Meirihluti Hollendinga vill þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Hollands í Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi sem gerð var af fyrirtækinu Maurice de Hond. Þetta kemur fram á fréttavef hollenska dagblaðsins Telegraaf.

Tilefnið er fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu sem fram fer 23. júní í sumar. Fram kemur í frétt Telegraaf að 53% hollenskra kjósenda vilji þjóðaratkvæði í Hollandi um veruna í sambandinu.

Einnig var spurt hvernig fólk myndi kjósa í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndist staðan hnífjöfn. Þannig vilja 43% fara úr Evrópusambandinu og 43% vera þar áfram.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert