Rekinn fyrir að mæla með úrsögn úr ESB

Mynd úr safni. David Cameron, forshætisráðherra Breta, fundaði með leiðtogum …
Mynd úr safni. David Cameron, forshætisráðherra Breta, fundaði með leiðtogum Evrópusambandsins í febrúar sl. um umbætur á sambandinu. AFP

Framkvæmdastjóra Breska viðskiptaráðsins (BCC) var sagt upp störfum eftir að hann mælti fyrir því að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu. Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru þeirra í sambandinu í júní nk.

John Longworth, framkvæmdastjóri BCC, lét ummælin falla í ræðu í síðustu viku, en afstaða hans til veru Breta í sambandinu er önnur en yfirlýst stefna samtakanna um hlutleysi. Frá þessu greinir AFP-fréttaveitan og kemur fram í fréttinni að BCC hafi ekki viljað tjá sig þegar AFP leitaðist eftir viðbrögðum frá samtökunum.

„Og greining mín á staðreyndum er í raun, að með endurbótunum sem við höfum náð hingað til, sé hagsmunum Bretlands best borgið með ákvörðun um að segja okkur úr Evrópusambandinu,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert