Svíþjóðardemókratar styðja Brexit

AFP

Leiðtogi Svíþjóðardemó­krata, Jimmie Åkes­son, seg­ir að það sé ekk­ert nei­kvætt við það að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið og seg­ist hann styðja það að Bret­ar yf­ir­gefi ESB, Brex­it. Þetta er meðal þess sem kom fram í umræðuþætt­in­um Ag­enda í sænska sjón­varp­inu í gær­kvöldi.

Svíþjóðardemó­krat­ar eru fylgj­andi því að Sví­ar fylgi í fót­spor Breta og það fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla meðal sænsku þjóðar­inn­ar um hvort ríkið eigi að yf­ir­gefa ESB.

Aðrir stjórn­mála­menn sem tóku þátt í umræðunni í gær­kvöldi telja far­sælla fyr­ir Breta að vera áfram í ESB. Jan Björk­lund formaður frjáls­lyndra seg­ir að hann telji ESB sam­starfið það sam­starfs­verk­efni sem hef­ur gengið best í sög­unni. Hann hvet­ur til meira sam­starfs milli ríkja og er and­snú­inn því að dregið verði úr sam­starfi ríkja enda þurfi þjóðir að standa sam­an í stór­um verk­efn­um eins og í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um, rúss­nesk­um yf­ir­gangi og til að koma í veg fyr­ir annað efna­hags­hrun.

Áður hafði Fredrik Rein­feldt fyrr­ver­andi formaður Moderna og for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, varað við nei­kvæðum áhrif­um af Brex­it fyr­ir Svíþjóð. Rík­in tvö hafa farið svipaða leið varðandi aðild að banda­lag­inu, njóta góðs af fríversl­un en taka ekki þátt í evru­sam­starf­inu.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir, það er jafnaðar­menn og græn­ingj­ar styðja áfram­hald­andi veru Breta í ESB.

Upp­taka á vef SVT.se

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka