Obama tali fyrir ESB-aðild Breta

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er sagður á leið til Bretlands til …
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er sagður á leið til Bretlands til að tala máli áframhaldandi ESB-aðildar landsins. AFP

Breska blaðið The In­depedent held­ur því fram að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, ætli að koma til Bret­lands í næsta mánuði og tala fyr­ir áfram­hald­andi aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­inu í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið. Down­ing-stræti neit­ar að tjá sig um frétt blaðsins sem það kall­ar „vanga­velt­ur“.

Heim­sókn­in á að eiga sér stað und­ir lok apríl en Obama er á leið til Þýska­lands um þær mund­ir til fund­ar við Ang­elu Merkel, kansl­ara, og til að taka þátt í alþjóðlegri kaup­stefnu í Hanno­ver sem er sögð sú stærsta á sviði iðnaðar­tækni. Þá verða aðeins tveir mánuðir í boðaða þjóðar­at­kvæðagreiðslu um mögu­lega úr­sögn Breta úr ESB en hún á að fara fram 23. júní.

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, vill sjálf­ur að Bret­ar haldi sig inn­an ESB í kjöl­far samn­ingaviðræðna við ráðamenn sam­bands­ins um tengsl Bret­lands við það. Skoðanakann­an­ir benda til þess að mjótt verði á mun­un­um. Þannig vill 51% vera áfram í ESB en 49% yf­ir­gefa það í sam­an­tekt­ar­könn­un What UK Thinks.

Frétt The In­depend­ent af hugs­an­legri heim­sókn Obama til Bret­lands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert