Fleiri vilja úr Evrópusambandinu

mbl.is/Hjörtur

Meirihluti Breta vill úr Evrópusambandinu ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins ORB sem birtar voru á föstudaginn í breska dagblaðinu Independent.

Samkvæmt niðurstöðunum vilja 52% fara úr sambandinu en 48% vera þar áfram ef aðeins er miðað við þá sem annars vegar eru hlynntir áframhaldandi veru þar eða andvígir henni.

Haft er eftir Johnny Heald, framkvæmdastjóra ORB International, í frétt Reuters að stuðningur við úrsögn úr Evrópusambandinu hafi verið að aukast. Þjóðaratkvæði fer fram um veru Bretlands í sambandinu 23. júní í sumar.

Mjótt er á mununum í skoðanakönnunum en undanfarna mánuði hefur stuðningur við úrsögn úr Evrópusambandinu farið vaxandi. Fleiri kannanir sýna þó enn sem komið er meirihluta fyrir því að vera áfram innan sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert