Telja úrsögn úr ESB verða dýrkeypta

mbl.is/Hjörtur

Breskt efnahagslíf gæti orðið fyrir miklu áfalli ef Bretland segir skilið við Evrópusambandið að mati Samtaka breskra iðnfyrirtækja sem telur að úrsögn gæti kostað hátt í eina milljón starfa, 100 milljarða punda og 5% lægri árlegan hagvöxt.

Þjóðaratkvæði fer fram í Bretlandi í lok júní í sumar um veru landsins í Evrópusambandinu og benda skoðanakannanir til þess að andstæðar fylkingar séu nánast jafnstórar. Byggt er á rannsókn sem fyrirtækið PwC vann fyrir samtökin.

Samtök breskra iðnfyrirtækja hafa verið sökuð af stuðningsmönnum úrsagnar úr Evrópusambandinu um hræðsluáróður og að tölur þess standist ekki nánari skoðun. Úrsögn sé þvert á móti eina leiðin til þess að tryggja efahagslega framtíð Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert