Fleiri Bretar vilja úr ESB

AFP

Fleiri Bret­ar vilja úr Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins ICM en þeir sem vilja vera áfram inn­an sam­bands­ins. Þannig vilja 45% segja skilið við ESB en 42% vilja að Bret­land verði áfram hluti þess sam­kvæmt frétt Reu­ters.

Kosið verður í Bretlandi 23. júní hvort landið skuli vera áfram inn­an ESB eða yf­ir­gefa sam­bandið. Borið sam­an við fyrri könn­un ICM frá því fyr­ir rúmri viku hef­ur stuðning­ur auk­ist við það að segja skilið við ESB en þá var hann 42% á móti 43% sem vildu vera áfram í sam­band­inu.

Haft er eft­ir Jenni­fer Bottomley hjá ICM að flest­ar kann­an­ir bendi til þess að mjótt sé á mun­un­um og að hvor­ugri fylk­ing­unni hafi tek­ist að ná af­ger­andi for­skoti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert