Fleiri Bretar vilja úr ESB

AFP

Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins ICM en þeir sem vilja vera áfram innan sambandsins. Þannig vilja 45% segja skilið við ESB en 42% vilja að Bretland verði áfram hluti þess samkvæmt frétt Reuters.

Kosið verður í Bretlandi 23. júní hvort landið skuli vera áfram innan ESB eða yfirgefa sambandið. Borið saman við fyrri könnun ICM frá því fyrir rúmri viku hefur stuðningur aukist við það að segja skilið við ESB en þá var hann 42% á móti 43% sem vildu vera áfram í sambandinu.

Haft er eftir Jennifer Bottomley hjá ICM að flestar kannanir bendi til þess að mjótt sé á mununum og að hvorugri fylkingunni hafi tekist að ná afgerandi forskoti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert