Kasich hættur kosningabaráttunni

John Kasich tilkynnir fjölmiðlum og stuðningsmönnum að hann sé hættur …
John Kasich tilkynnir fjölmiðlum og stuðningsmönnum að hann sé hættur kosningabaráttu sinni. J.D. Pooley

John Kasich, ríkisstjóri Ohio, er hættur kosningabaráttu sinni í forvali repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar. Kasich lýsti þessu yfir nú í kvöld, á fundi í heimaríki sínu Ohio.

„Þar sem ég hætti kosningaherferð minni í dag, þá hef ég öðlast endurnýjaða trú, dýpri trú, að drottinn muni vísa mér veginn fram á við,“ sagði Kasich við stuðningsmenn sína.

Allir 15 frambjóðendur Repúblikanaflokksins, sem keppt hafa við Donald Trump um útnefningu flokksins, eru nú hættir baráttu og er talið öruggt að hann verði forsetaefni flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert