Vilja að ríkið niðurgreiði verð á döner kebab

Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz.
Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz. AFP/Markus Schreiber

Íbúar í Þýskalandi hafa kallað eftir að ríkið niðurgreiði verð á hinum sívinsæla götubita döner kebab. Hinn heitt elskaði götubiti hefur hækkað mikið í verði undanfarin ár og vilja Þjóðverjar nú tryggja að verðið rjúki ekki upp úr öllu valdi.

Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, hefur fengið fjölmargar spurningar um verð kebabsins og ríkisstjórnin hefur birt tilkynningu á samfélagsmiðlum sem útskýrir að verðbólgan sé að hluta til vegna hækkandi launa- og orkukostnaðar.

Vilja leggja fram tillögu fyrir þingið

Stjórnmálaflokkurinn Die Linke hefur lagt fram tillögu sem kynnir svokallað Dönerpreisbremse. Í sumum borgum kosta döner kebab nú 10 evrur og flokkurinn leggur til að lækka ætti verðið á réttinum í 4,90 evrur og 2,90 evrur fyrir ungmenni.

Áætlað er að í Þýskalandi sé um 1,3 milljarða döner kebaba neytt á hverjum degi. Myndi niðurgreiðslan því kosta ríkið fjóra milljarða árlega.

Þingkonan Hanna Steinmüller bendir á að þetta sé mikilvægt málefni fyrir ungt fólk og að þingmönnum beri skylda að leggja áherslu á mismunandi sjónarhorn.

Vilja fá Merkel aftur

Scholz hefur tekið fyrir ríkisstyrki og segir að þeir séu ekki framkvæmalegir. Ungt fólk á samfélagsmiðlum brást við því með því að segjast vilja fá Angelu Merkel aftur í embætti kanslara, sem að þeirra sögn hafði stjórn á verði döner kebabsins.

Breska blaðið Guardian ræddi við Deniz, eiganda veitingastaðar sem selur döner kebab. Segir hann að veitingamenn hafi enga stjórn á verðlaginu, þar sem það er orsök hækkandi leigu-, orku- og matvælaverðs.

Verðið hans hefur hækkað úr 3,90 evrum og upp í 7 evrur á síðustu rúmu tveim árum og hann sér ekki fram á að það lækki bráðlega.

Unga fólkið vill fá Angelu Merkel aftur ef Scholz mætir …
Unga fólkið vill fá Angelu Merkel aftur ef Scholz mætir ekki kröfum þeirra um niðurgreiðslur á döner kebab. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert