Elsta manneskjan látin

Skjáskot/BBC

Susannah Mushatt Jones, sú sem talin var vera elsta manneskjan í heiminum, er látin 116 ára að aldri. Hún fæddist í Alabama í Bandaríkjunum í júlí árið 1899 og var einnig síðasta manneskjan sem fæddist þar í landi á nítjándu öldinni.

Líf Jones náði yfir þrjár aldir. Hún lifði tvær heimstyrjaldir og tuttugu bandaríska forseta. Hún átti tíu systkini og voru foreldrar hennar þrælar. Hún gekk í sérstakan skóla fyrir þeldökkar stúlkur og útskrifaðist úr menntaskóla árið 1922.

Jones hélt því fram að nægur svefn væri lykillinn að langlífi auk þess sem hún sleppti því að reykja og drekka áfengi. Hún naut þess að borða beikon og egg á hverjum degi.

Nú er talið að Emma Morano, íbúi í Verbena á Ítalíu, sé elsti íbúi jarðar. Hún er 116 ára og fædd í nóvember árið 1899. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka