Fleiri vilja vera áfram í ESB

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Stuðningur við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu mælist nú sjö prósentustigum meiri en stuðningur við úrsögn úr sambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands innan sambandsins fer fram 23. júní næstkomandi.

BMG vann skoðanakönnunina fyrir The Herald. Samkvæmt henni styðja 53,3% Breta áframhaldandi veru Bretlands í ESB en 46,7% vill að Bretland yfirgefi sambandið. Könnunin var gerð dagana 10.–15. júní.

Í frétt Reuters er bent á að önnur skoðanakönnun BMG hafi sýnt ólíka niðurstöðu. Í henni mældist 55,5% stuðningur við úrsögn Breta en aðeins 44,5% stuðningur við áframhaldandi veru í sambandinu.

Stuðnings­menn úr­sagn­ar, með Bor­is John­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra Lund­úna, í broddi fylking­ar boða að Bret­ar nái stjórn á inn­flytj­enda­málum gangi Bret­ar úr sam­band­inu. Andstæðing­ar úr­sagn­ar, þar á meðal David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vara við efna­hags­leg­um áhrif­um gangi landið úr sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert