Fleiri vilja úr Evrópusambandinu

AFP

Tvær nýjar skoðanakannanir sýna fleiri Breta hlynnta því að segja skilið við Evrópusambandið en þá sem vilja að Bretland verði áfram innan þess. Þjóðaratkvæði fer fram á morgun um það hvort Bretar yfirgefi sambandið eða ekki.

Fram kemur í frétt AFP að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar fyrirtækisins Opinium vilji 45% að Bretland segi skilið við Evrópusambandið en 44% vilja landið áfram innan sambandsins. Könnun fyrirtækisins TNS sýni 43% hlynnt því að yfirgefa Evrópusambandið en 41% hlynnt áframhaldandi veru innan þess.

Skoðanakannanir hafa verið mjög misvísandi og annað hvort sýnt fleiri naumlega hlynnta því að segja skilið við Evrópusambandið eða á hinn veginn. Fáir treysta sér til þess að segja til um það hvernig þjóðaratkvæðið kunni að fara en þar kann kjörsókn að skipta miklu máli.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka