Fleiri vilja úr Evrópusambandinu

AFP

Tvær nýj­ar skoðanakann­an­ir sýna fleiri Breta hlynnta því að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið en þá sem vilja að Bret­land verði áfram inn­an þess. Þjóðar­at­kvæði fer fram á morg­un um það hvort Bret­ar yf­ir­gefi sam­bandið eða ekki.

Fram kem­ur í frétt AFP að sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins Op­ini­um vilji 45% að Bret­land segi skilið við Evr­ópu­sam­bandið en 44% vilja landið áfram inn­an sam­bands­ins. Könn­un fyr­ir­tæk­is­ins TNS sýni 43% hlynnt því að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið en 41% hlynnt áfram­hald­andi veru inn­an þess.

Skoðanakann­an­ir hafa verið mjög mis­vís­andi og annað hvort sýnt fleiri naum­lega hlynnta því að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið eða á hinn veg­inn. Fáir treysta sér til þess að segja til um það hvernig þjóðar­at­kvæðið kunni að fara en þar kann kjör­sókn að skipta miklu máli.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka