Pundið gæti hríðfallið

AFP

Gengi sterl­ings­punds­ins gæti náð sínu lægsta gildi gagn­vart gengi Banda­ríkja­dals­ins í þrjá­tíu ár ef Bret­ar segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið. Þetta er mat Mike Ameys, sjóðsstjóra hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu PIMCO.

Hann tel­ur að pundið gæti lækkað niður í 1,30 Banda­ríkja­dali, ef Bret­ar ákveða í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni á morg­un að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið, en það stend­ur nú í 1,47 döl­um.

Í sam­tali við frétta­veitu Reu­ters seg­ir hann um 60% lík­ur á því að Bret­ar verði áfram hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. 

Hann benti enn frem­ur á að úr­sögn Breta myndi leiða til þess að Eng­lands­banki neydd­ist til að lækka stýri­vexti sína. Svig­rúm bank­ans til þess væri hins veg­ar tak­markað, enda væru vext­irn­ir nú sögu­lega lág­ir.

„Við telj­um að Eng­lands­banki myndi lækka vext­ina ef Brex­it verður að veru­leika niður í núll pró­sent, en ekki neðar,“ seg­ir hann.

Hann lít­ur hins veg­ar ekki á úr­sögn Breta sem kerf­is­lægt vanda­mál og ef­ast því um að aðrir seðlabank­ar myndu þurfa að bregðast sér­stak­lega við Brex­it.

Efna­hags­ástandið í Kína væri helsta hætt­an sem steðjaði að heims­hag­kerf­inu, ekki Brex­it.

Frétt Reu­ters

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert