Fyrstu tölur komu frá Gíbraltar

AFP

Kjörstöðum var lokað í Bretlandi klukkan níu að íslenskum tíma og talning atkvæða hófst í kjölfarið vegna þjóðaratkvæðisins um veru landsins í Evrópusambandinu.

Fyrstu tölurnar komu eins og búist var við frá Gíbraltar sem er eina landsvæðið utan Bretlands sem gat tekið þátt í þjóðaratkvæðinu. Þar var yfirgnæfandi meirihluti fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu eins og búist hafði verið við.

Samtals kusu um 96% íbúa Gíbraltar með því að vera áfram innan Evrópusambandsins eða 19.322 af 20.145 sem annaðhvort greiddu atkvæði með eða á móti úrsögn úr sambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert