Bendir enn til útgöngu Breta

AFP

Nú þegar taln­ing­in er kom­in vel á veg í Bretlandi og aðeins á eft­ir að greina frá úr­slit­um í 67 kjör­dæm­um af 382 standa at­kvæðin þannig að rúm­lega þrett­án og hálf millj­ón Breta vilja yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið en rúm­lega tólf og hálf millj­ón vilja vera áfram í sam­band­inu. 

BBC ræðir við kon­inga­sér­fræðing­inn John Curtice sem seg­ir að á þessu stigi líti staðan vel út fyr­ir út­göngus­inna, þá sem vilji úr ESB. Hann tel­ur að sá mögu­leiki sem fari með sig­ur af hólmi fái um 16,8 millj­ón­ir at­kvæða. 

Hér má fylgj­ast með um­fjöll­un ESB um kosn­ing­arn­ar og taln­ingu at­kvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka