Brexit: Hvað gerist næst?

AFP

Bret­ar samþykktu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í gær að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið. Við tek­ur flókið, tveggja ára ferli, sem lýst er í Lissa­bon-sátt­mál­an­um. Margt er þó á huldu um hvernig standa skuli að úr­sögn­inni, enda eru eng­in dæmi um að aðild­ar­ríki hafi sagt sig úr sam­band­inu.

Í 50. gr. sátt­mál­ans um Evr­ópu­sam­bandið má finna þær regl­ur sem gilda þegar til þess kem­ur að aðild­ar­ríki ákveður að ganga úr sam­band­inu. Eins og áður seg­ir eru eng­in dæmi í sög­unni um að slíkt hafi gerst og hef­ur því aldrei reynt á um­rædd­ar regl­ur.

Til­kynni fyrst leiðtogaráðinu

Ferlið hefst form­lega um leið og aðild­ar­ríki sem ætl­ar að segja sig úr sam­band­inu hef­ur til­kynnt leiðtogaráði Evr­ópu­sam­bands­ins um úr­sögn­ina. Einn þjóðarleiðtogi frá hverju aðild­ar­ríki, svo sem for­sæt­is­ráðherra, for­seti eða kansl­ari, sit­ur í leiðtogaráðinu. Don­ald Tusk er for­seti þess.

Ekki kem­ur fram í ákvæðinu hvenær til­kynna skuli um ákvörðun­ina, þannig að það er óljóst hvenær Bret­ar geta hafið ferlið með form­leg­um hætti. Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, gaf þó skýr­lega til kynna á blaðamanna­fundi í morg­un að það yrði í verka­hring nýs for­sæt­is­ráðherra að virkja 50. grein­ina og hefja samn­ingaviðræður við Evr­ópu­sam­bandið.

Ca­meron sagði að nýr for­sæt­is­ráðherra myndi taka til starfa í síðasta lagi fyr­ir lands­fund breska Íhalds­flokks­ins í nóv­em­ber.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundinum í morgun.
Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á blaðamanna­fund­in­um í morg­un. AFP

Samn­ingaviðræður næst á dag­skrá

Eft­ir að leiðtogaráðinu hef­ur verið til­kynnt um ákvörðun­ina, þá þurfa Bret­ar og Evr­ópu­sam­bandið að ná sam­komu­lagi um hvernig standa skuli að úr­sögn­inni. Og eins hvernig framtíðartengsl­um Breta við Evr­ópu­sam­bandið verði háttað. Til dæm­is þykir lík­legt að Bret­ar leit­ist eft­ir því að gera viðskipta- eða fríversl­un­ar­samn­ing við sam­bandið, enda eru mikl­ir fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir bresk fyr­ir­tæki.

Ráðherr­aráðið mun leiða samn­ingaviðræðurn­ar fyr­ir hönd Evr­ópu­sam­bands­ins, en þó set­ur leiðtogaráðið ákveðnar regl­ur til viðmiðunar sem eiga að liggja viðræðunum til grund­vall­ar. Nýr for­sæt­is­ráðherra Breta, hver sem það verður, mun hins veg­ar leiða viðræðurn­ar fyr­ir hönd Breta.

Stjórn­mála­skýrend­ur telja lík­leg­ast að Bor­is John­son, fyrr­um borg­ar­stjóri Lund­úna og einn helsti talsmaður þess að Bret­ar yf­ir­gefi Evr­ópu­sam­bandið, muni taka við embætt­inu af Ca­meron.

Meðan á ferl­inu stend­ur munu lög og regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins enn gilda í Bretlandi, eins og Don­ald Tusk áréttaði í morg­un

Ekki er gert ráð fyr­ir að full­trú­ar Bret­lands í leiðtogaráðinu taki þátt í samn­ingaviðræðunum.

Líklegt þykir að Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri Lundúna, verði næsti …
Lík­legt þykir að Bor­is John­son, fyrr­um borg­ar­stjóri Lund­úna, verði næsti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Samþykki lög­gjaf­ar­stofn­ana áskilið

Þegar Bret­ar og Evr­ópu­sam­bandið hafa náð sam­komu­lagi um hvernig standa skuli að úr­sögn­inni verða lög­gjafa­stofn­an­ir sam­bands­ins, Evr­ópuþingið og Ráðherr­aráðið, að samþykkja skil­mál­ana í at­kvæðagreiðslu.

Yfir 700 manns sitja í Evr­ópuþing­inu, en þingið þyrfti að samþykkja skil­mála úr­sagn­ar­inn­ar með meiri­hluta at­kvæða. Ekki er ljóst hvort bresk­ir þing­menn, sem sitja á Evr­ópuþing­inu, megi taka þátt í at­kvæðagreiðslunni, að því er seg­ir í frétt New York Times.

Ráðherr­aráðið sam­an­stend­ur af mörg­um und­ir­ráðum sem fjalla hvert um sitt mál­efni og eru set­in af viðkom­andi ráðherr­um allra aðild­ar­ríkj­anna. Alls myndu 20 af 27 ráðherr­um (breski ráðherr­ann er und­an­skil­inn) þurfa að samþykkja skil­mál­ana.

Í 50. grein­inni er ekk­ert minnst á það hvort þing þess aðild­ar­rík­is sem hyggst yf­ir­gefa sam­bandið, breska þingið í þessu til­viki, þurfi jafn­framt að leggja bless­un sína yfir sam­komu­lagið. Þó kem­ur fram í minn­is­blaði sem unnið var fyr­ir neðri deild breska þings­ins að þingið verði að kjósa um skil­mál­ana áður en þeir taka gildi. Samþykki þings­ins er því áskilið.

Stuðningsmenn úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu fagna sigrinum í nótt.
Stuðnings­menn úr­sagn­ar Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu fagna sigr­in­um í nótt. AFP

Tveggja ára frest­ur

Úrsagn­ar­ferlið, sem hér hef­ur verið lýst, má ekki taka leng­ur en tvö ár. Evr­ópu­sam­bandið og Bret­ar hafa með öðrum orðum tvö ár til þess að ná sam­komu­lagi um hvernig standa skuli að úr­sögn Breta úr sam­band­inu. 

Ljóst er að tím­inn er knapp­ur, en þó má geta þess að mögu­legt er að fram­lengja þenn­an frest, en þá aðeins með ein­róma samþykki leiðtogaráðsins.

En jafn­vel þótt full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og breskra stjórn­valda ná ekki sam­komu­lagi um skil­mála úr­sagn­ar­inn­ar inn­an til­tek­ins tíma – tveggja ára frests­ins – þá verða Bret­ar samt sem áður ekki aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu að þeim tíma liðnum.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert