„Gríðarlegt áfall“ fyrir ESB

Bretar og Evrópusambandið þurfa nú að ná samkomulagi um skilmála …
Bretar og Evrópusambandið þurfa nú að ná samkomulagi um skilmála úrsagnarinnar. Það gæti tekið langan tíma. AFP

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að fram und­an séu erfiðar samn­ingaviðræður á milli Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins. Bret­ar þurfi að gera nýj­an viðskipta­samn­ing við sam­bandið áður en þeir ganga form­lega úr því, en hins veg­ar muni þeir ekki fá neitt gef­ins.

„Menn munu kom­ast að sam­komu­lagi. Það eru hags­mun­ir beggja meg­in borðsins fyr­ir því að ná góðum viðskipta­samn­ingi. En þetta get­ur orðið flókið, því Bret­ar leggja mikla áherslu á að tak­marka flæði fólks yfir landa­mæri, sem Evr­ópu­sam­band­inu er mjög annt um að halda,“ seg­ir Bald­ur í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í Bretlandi í gær, þar sem um 51% Breta samþykkti að segja skilið við sam­bandið, skapi mikla óvissu fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið, Bret­land og viðskipta­tengsl Íslands við Bret­land.

Bret­ar þurfi nú að gera nýj­an viðskipta­samn­ing við ESB og eins fjöld­ann all­an af fríversl­un­ar­samn­ing­um við önn­ur ríki, sem nú eru í gildi fyr­ir hönd Breta á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þetta tvennt muni taka lang­an tíma.

Niðurstaðan ekki endi­lega óvænt

Aðspurður seg­ir Bald­ur að niðurstaðan komi ekki endi­lega á óvart. Skoðanakann­an­ir síðustu daga hafi sýnt að ekki var mark­tæk­ur mun­ur á milli fylk­ing­anna. „Þeir sem eru lík­leg­ast­ir til þess að mæta á kjörstað eru hvít­ir, eldri kjós­end­ur Íhalds­flokks­ins. Þeir eru líka lík­leg­ast­ir til þess að greiða at­kvæði gegn áfram­hald­andi aðild. Og svo bæt­ist við að það var mik­il kjör­sókn í þeim kjör­dæm­um þar sem mennt­un­arstig er lægra. Og þá virðist sem hluti af kjós­end­um Verka­manna­flokks­ins, um þriðjung­ur, hafi kosið gegn áfram­hald­andi aðild,“ nefn­ir hann.

Mik­ill stuðning­ur hafi verið við úr­sögn Breta í Wales og Englandi, að höfuðborg­inni Lund­ún­um und­an­skil­inni, þar sem sex af hverj­um tíu kjós­end­um kusu með áfram­hald­andi veru. „Stuðning­ur­inn í London er ekki nógu mik­ill til þess að vega upp á móti þess­um mikla stuðningi ann­ars staðar í Englandi og Wales.“

Einnig sé at­hygl­is­vert að yngri kjós­end­ur kjósi frek­ar að Bret­ar verði áfram í sam­band­inu. „Ein könn­un sýndi að 75% fólks á aldr­in­um 18 til 24 ára vildi vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu, á meðan mik­ill meiri­hluti elstu kjós­end­anna vildi segja skilið við sam­bandið. Það eru al­gjör skil á milli kyn­slóða hvað þetta varðar. Og stétta­skipt­ing­in í Bretlandi kem­ur jafn­framt skýrt fram í þess­um kosn­ing­um.“

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvað ger­ist í Skotlandi?

Bald­ur seg­ir að nú vakni einnig spurn­ing­ar um hvað muni ger­ast í Skotlandi og Norður-Írlandi, þar sem meiri­hluti kjós­enda styður áfram­hald­andi Breta að Evr­ópu­sam­band­inu. Sér í lagi sé mik­ill mun­ur á fylk­ing­un­um í Skotlandi.

„Skosk­ir þjóðern­is­sinn­ar bíða nú fær­is að boða til nýrr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands. En ég tel að þeir muni ekki gera það, nema að fylgi við sjálfsætt Skot­land fari að aukast í skoðana­könn­un­um og að efna­hag­ur­inn styrk­ist í land­inu. Skosk­ir þjóðern­is­sinn­ar vilja ekki boða til nýrr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu og tapa henni,“ út­skýr­ir hann.

Eins verði vax­andi kröf­ur uppi á Norður-Írlandi um að landið sam­ein­ist Írlandi.

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst segja af sér.
Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Breta, hyggst segja af sér. AFP

Erfitt að segja til um lang­tíma­áhrif­in

Spurður um áhrif þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar á framtíð Evr­ópu­sam­bands­ins seg­ist Bald­ur telja að hún muni leiða til auk­inn­ar umræðu um kosti og galla sam­bands­ins í öll­um aðild­ar­ríkj­un­um.

„Í öðru lagi mun þetta leiða til þess að kallað verður eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild ein­hverra ríkja að sam­band­inu. Við sjá­um að það hef­ur þegar verið gert í til dæm­is Frakklandi, Dan­mörku og Svíþjóð.

Í þriðja lagi áform­ar Evr­ópu­sam­bandið að koma á nán­ari sam­vinnu í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um og eins efna­hags­mál­um á meðal evru­ríkj­anna. Það átti að kynna til­lög­ur í þá veru á næstu dög­um eða vik­um. Ég held að menn muni aðeins halda að sér hönd­um og meta stöðuna áður en þeir gera það,“ seg­ir Bald­ur.

Eins gæti stuðning­ur auk­ist við þau ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sem vilja tak­marka straum inn­flytj­enda til sam­bands­ins.

Bald­ur tel­ur erfitt að segja til um hvaða lang­tíma­áhrif úr­sögn Breta muni hafa á Evr­ópu­sam­bandið. 

„Þetta er gríðarlegt áfall fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og eins Evr­ópu­hug­sjón­ina um að öll ríki Evr­ópu vinni sam­an að efna­hags­leg­um fram­förum og póli­tísk­um stöðug­leika og friði í álf­unni.“

Líklegt þykir að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra landsins.
Lík­legt þykir að Bor­is John­son verði næsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins. AFP

Bret­ar „erfitt aðild­ar­ríki“

Hins veg­ar verði einnig að hafa í huga að Bret­ar hafi lengi verið erfitt aðild­ar­ríki, ef svo má að orði kom­ast. Bald­ur seg­ir þá hafa verið mjög trega til þess að vinna náið sam­an með hinum aðild­ar­ríkj­un­um og sjald­an viljað koma á nán­ari samruna, hvort sem litið sé til efna­hags­mála eða varn­ar- og ör­ygg­is­mála.

„Því gæti ef til vill eft­ir nokk­ur ár orðið ein­fald­lega auðveld­ara fyr­ir þau ríki sem eft­ir eru að ná sátt um nán­ari sam­vinnu. Það gæti til dæm­is átt við um efna­hags­mál­in og jafn­vel um varn­ar- og ör­ygg­is­mál­in.

En ég held að meg­inþorri stjórn­mála­manna sem eru við stjórn­völ­inn í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins muni á næstu mánuðum halda að sér hönd­um. Menn munu ekki kalla eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslum á næstu miss­er­um, held­ur halda að sér hönd­um, meta stöðuna og sjá hvað kem­ur út úr samn­ingaviðræðum Breta við Evr­ópu­sam­bandið,“ nefn­ir Bald­ur.

AFP

Ca­meron axl­ar ábyrgð

Eins og kunn­ugt er til­kynnti Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Breta, í morg­un að hann hygðist segja af sér. Hann barðist harðlega fyr­ir áfram­hald­andi aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­inu. 

„Þetta er gríðarlegt áfall fyr­ir Ca­meron og hon­um er í raun ekki stætt í embætti eft­ir þetta. Það er svo sterk hefð í Bretlandi að ef menn tapa í kosn­ing­um, þá segja þeir af sér. Menn axla ábyrgð. Og þó svo að Ca­meron hafi sagt fyr­ir kosn­ing­arn­ar að hann ætlaði ekki að segja af sér ef hann tapaði, þá er það sem menn gera al­mennt í Bretlandi.

Hann axl­ar þá ábyrgð að hafa tapað kosn­ing­un­um og sá sem er lík­leg­ast­ur til þess að taka við af hon­um er Bor­is John­son, leiðtogi þeirra sem vildu ganga úr sam­band­inu.“

Breski Íhalds­flokk­ur­inn er að mati Bald­urs veru­lega laskaður eft­ir kosn­ing­arn­ar – klof­inn í herðar niður.

Málið sé einnig erfitt fyr­ir Verka­manna­flokk­inn. „Þó að nokk­ur hluti stuðnings­manna hans studdi úr­sögn, sér í lagi fólk sem er minna menntað. Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, er ekki í sterkri stöðu eft­ir kosn­ing­arn­ar, að hafa ekki náð fleiri kjós­end­um með sér. Þetta verður ástæða fyr­ir ein­hverja inn­an flokks­ins að kalla eft­ir af­sögn hans“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert