Fer Holland næst úr Evrópusambandinu?

Geert Wilders.
Geert Wilders. AFP

Vanga­velt­ur eru uppi um það hvort Hol­land verði næsta ríki Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að segja skilið við sam­bandið. Stjórn­mála­skýrend­ur telja þó ólík­legt að það ger­ist í ná­inni framtíð að minnsta kosti. Bæði er Hol­land eitt af stofn­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og hluti af evru­svæðinu. Einkum það síðar­nefnda ger­ir Hol­lend­ing­um erfiðara að yf­ir­gefa sam­bandið.

Haft er eft­ir Geert Wilders, leiðtoga hol­lenska Frels­is­flokks­ins, í frétt AFP að næst sé röðin kom­in að Hol­lend­ing­um á eft­ir Bret­um en flokk­ur hans er einkum þekkt­ur fyr­ir harða stefnu í inn­flytj­enda­mál­um. Þing­kosn­ing­ar verða í Hollandi í mars á næsta ári og er bú­ist við að ákvörðun breskra kjós­enda að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið hafi áhrif á kosn­inga­bar­átt­una.

Wilders hef­ur heitið því að þjóðar­at­kvæði í Hollandi um veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu verði helsta stefna Frels­is­flokks­ins fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar. Skoðanakann­an­ir hafa ít­rekað sýnt flokk­inn með mest fylgi. Mark Rutte, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, tel­ur hins veg­ar tak­markaðan áhuga í land­inu á þjóðar­at­kvæði um ver­una í sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert