Vill Breta út sem fyrst

Hollande og Cameron áttu fund í gær en þeir komu …
Hollande og Cameron áttu fund í gær en þeir komu saman til að minnast orrustunnar við Somme. Með þeim á myndinni er Vilhjálmur Bretaprins. AFP

Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seti hef­ur sett þrýst­ing á bresk stjórn­völd um að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu eins fljótt og auðið er; úr­sögn þeirra úr sam­band­inu verði hvorki aft­ur­kölluð né frestað og Bret­ar eigi ekki ann­an kost en að horf­ast í augu við af­leiðing­ar ný­af­staðinn­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Hollande lét um­mæl­in falla eft­ir fund með Dav­id Ca­meron í gær. Hann sagði Breta fyrst nú vera að átta sig á því að það hefði ákveðna kosti að vera inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. „Þeir sem létu freist­ast af Brex­it eru nú farn­ir að hugsa sinn gang,“ sagði for­set­inn við blaðamenn.

Hann sagði að skjót út­ganga myndi draga úr óvissu og óstöðug­leika, sér­stak­lega hvað varðaði fjár­mála­kerfið og efna­hags­mál­in. Því hraðar sem ferlið gengi, því betra fyr­ir Breta.

Afstaða Holland­es er í and­stöðu við yf­ir­lýs­ing­ar sig­ur­stran­legra leiðtogakandí­data Íhalds­flokks­ins, Michaels Go­ves og Th­eresu May, sem segj­ast ekki munu hefja úr­sagn­ar­ferlið fyrr en í lok árs.

Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, virðist hins veg­ar á sömu skoðun og Hollande og seg­ir æski­legt að Bret­ar hefji ferlið um leið og nýr for­sæt­is­ráðherra tek­ur við af Dav­id Ca­meron í sept­em­ber.

Hann seg­ir úti­lokað að gengið verði til samn­ingaviðræðna áður og kall­ar eft­ir því að bresk stjórn­völd komi hreint til dyr­anna varðandi fyr­ir­ætlan­ir sín­ar. „Við meg­um eng­an tíma missa, við get­um ekki bætt óvissu ofan á óvissu.“

Þá ít­rekaði Juncker að ef Bret­ar vildu eiga aðild að hinum sam­eig­in­lega evr­ópska markaði þyrftu þeir að sætta sig við frjálsa för fólks.

Að því er fram kem­ur hjá Guar­di­an hafa menn Hollande grunaðan um að taka ein­arða af­stöðu gagn­vart Bret­um vegna kosn­inga heima fyr­ir á næsta ári. Þá eru von­ir Frakka sagðar standa til þess að Par­ís taki við af Lund­ún­um sem ný fjár­mála­miðstöð Evr­ópu.

Ítar­lega frétt um málið má finna hjá Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert