Vill byggja upp „betra Bretland“

Theresa May ræddi við blaðamenn fyrir utan þinghúsið í dag.
Theresa May ræddi við blaðamenn fyrir utan þinghúsið í dag. AFP

Theresa May, verðandi forsætisráðherra Bretlands, lofaði að byggja upp „betra Bretland“ og sjá til þess að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu yrði farsæl en í dag var það tilkynnt að hún myndi taka við forsætisráðherrastólnum af David Cameron.

May ræddi við fjölmiðla fyrir utan þinghúsið í dag. Sagði hún það mikinn heiður að vera næsti forsætisráðherra og sagðist jafnframt vera auðmjúk gagnvart þjóðinni.

Cameron mun formlega segja af sér á miðvikudaginn og May tekur þá við. Cameron hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2010 en hann ákvað að víkja úr embætti eftir að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í síðasta mánuði.

May sagði í dag ljóst að Íhaldsflokkurinn þyrfti „sterkan og þrautreyndan leiðtoga,“ sem gæti sameinað flokkinn og þjóðina og búið til „jákvæða sýn“ á framtíð Bretlands.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert