Hvaða ráðherrar eru komnir um borð?

Theresa May ásamt eiginmanni sínum Philip John fyrir utan Downingstræti …
Theresa May ásamt eiginmanni sínum Philip John fyrir utan Downingstræti 10. AFP

Th­eresea May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, er að móta nýja rík­is­stjórn lands­ins og ljóst að mik­il um­skipti eru að verða í bresk­um stjórn­mál­um. Nokkr­ir ráðherr­ar hafa verið til­kynn­ir í dag og fleiri munu fylgja í kjöl­farið.

Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa verið kynnt­ir til leiks: 

Fjár­málaráðherra: Phil­ip Hammond

Philip Hammond.
Phil­ip Hammond. AFP

Hammond var ut­an­rík­is­ráðherra í rík­is­stjórn Dav­ids Ca­merons frá 2014 til 2016. Hann var áður varn­ar- og sam­göngu­málaráðherra lands­ins. Hann kem­ur í stað Geor­ge Os­borne. 

Ut­an­rík­is­ráðherra: Bor­is John­son

Boris Johnson yfirgefur Downing Stræti 10 í Lundúnum í dag.
Bor­is John­son yf­ir­gef­ur Down­ing Stræti 10 í Lund­ún­um í dag. AFP

Bor­is John­son verður ut­an­rík­is­ráðherra í stað Phil­ips Hammonds. John­son er fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Lund­úna sem barðist fyr­ir brott­hvarfi Breta úr ESB.

Inn­an­rík­is­ráðherra: Am­ber Rudd

Amber Rudd.
Am­ber Rudd. AFP

Am­ber Rudd verður inn­an­rík­is­ráðherra í stað Th­eresu May. Rudd starfaði áður sem orku- og um­hverf­is­ráðherra í eitt ár.

Ráðherra sem ann­ast brott­hvarf Breta úr ESB: Dav­id Dav­is

David Davis annast brotthvarf Breta úr ESB.
Dav­id Dav­is ann­ast brott­hvarf Breta úr ESB. AFP

Dav­id Dav­is hef­ur lengi haft efa­semd­ir um þátt­töku Breta í Evr­ópu­sam­band­inu. Dav­id tapaði árið 2005 fyr­ir Dav­id Ca­meron í kosn­ingu um formann Íhalds­flokks­ins.

Varn­ar­málaráðherra: Michael Fallon

Michael Fallon heldur áfram sem varnarmálaráðherra Bretlands.
Michael Fallon held­ur áfram sem varn­ar­málaráðherra Bret­lands. AFP

Hinn 64 ára Michael Fallon verður áfram varn­ar­málaráðherra Bret­lands en hann hef­ur sinnt starf­inu frá ár­inu 2014.  

Ráðherra alþjóðlegra viðskipta: Liam Fox

Liam Fox.
Liam Fox. AFP

Liam Fox var varn­ar­málaráðherra árið 2010 en sagði af sér embætti ári síðar. Hann barðist fyr­ir brott­hvarfi Breta úr ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka