Hvaða ráðherrar eru komnir um borð?

Theresa May ásamt eiginmanni sínum Philip John fyrir utan Downingstræti …
Theresa May ásamt eiginmanni sínum Philip John fyrir utan Downingstræti 10. AFP

Theresea May, forsætisráðherra Bretlands, er að móta nýja ríkisstjórn landsins og ljóst að mikil umskipti eru að verða í breskum stjórnmálum. Nokkrir ráðherrar hafa verið tilkynnir í dag og fleiri munu fylgja í kjölfarið.

Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa verið kynntir til leiks: 

Fjármálaráðherra: Philip Hammond

Philip Hammond.
Philip Hammond. AFP

Hammond var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davids Camerons frá 2014 til 2016. Hann var áður varnar- og samgöngumálaráðherra landsins. Hann kemur í stað George Osborne. 

Utanríkisráðherra: Boris Johnson

Boris Johnson yfirgefur Downing Stræti 10 í Lundúnum í dag.
Boris Johnson yfirgefur Downing Stræti 10 í Lundúnum í dag. AFP

Boris Johnson verður utanríkisráðherra í stað Philips Hammonds. Johnson er fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sem barðist fyrir brotthvarfi Breta úr ESB.

Innanríkisráðherra: Amber Rudd

Amber Rudd.
Amber Rudd. AFP

Amber Rudd verður innanríkisráðherra í stað Theresu May. Rudd starfaði áður sem orku- og umhverfisráðherra í eitt ár.

Ráðherra sem annast brotthvarf Breta úr ESB: David Davis

David Davis annast brotthvarf Breta úr ESB.
David Davis annast brotthvarf Breta úr ESB. AFP

David Davis hefur lengi haft efasemdir um þátttöku Breta í Evrópusambandinu. David tapaði árið 2005 fyrir David Cameron í kosningu um formann Íhaldsflokksins.

Varnarmálaráðherra: Michael Fallon

Michael Fallon heldur áfram sem varnarmálaráðherra Bretlands.
Michael Fallon heldur áfram sem varnarmálaráðherra Bretlands. AFP

Hinn 64 ára Michael Fallon verður áfram varnarmálaráðherra Bretlands en hann hefur sinnt starfinu frá árinu 2014.  

Ráðherra alþjóðlegra viðskipta: Liam Fox

Liam Fox.
Liam Fox. AFP

Liam Fox var varnarmálaráðherra árið 2010 en sagði af sér embætti ári síðar. Hann barðist fyrir brotthvarfi Breta úr ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert