Johnson skipaður utanríkisráðherra

Boris Johnson fyrir utan Downing-stræti nú í kvöld.
Boris Johnson fyrir utan Downing-stræti nú í kvöld. AFP

Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, hefur verið skipaður utanríkisráðherra Bretlands í nýrri ríkisstjórn Theresa May, sem tók við sem forsætisráðherra í dag. Johnson var áberandi í kosningabaráttu „Leave“-hópsins sem barðist fyrir því að Bretar kysu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði. Eins og kunnugt er kusu Bretar naumlega að yfirgefa sambandið.

Skipun Johnson var tilkynnt í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans við Downing-stræti þar sem segir að Elísabet drottning hafi samþykkt skipunina.

Fyrri frétt mbl.is: Theresa May formlega tekin við

Fyrri frétt mbl.is: Hammond fjármálaráðherra Bretlands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert