Johnson skipaður utanríkisráðherra

Boris Johnson fyrir utan Downing-stræti nú í kvöld.
Boris Johnson fyrir utan Downing-stræti nú í kvöld. AFP

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Lund­úna, hef­ur verið skipaður ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands í nýrri rík­is­stjórn Th­eresa May, sem tók við sem for­sæt­is­ráðherra í dag. John­son var áber­andi í kosn­inga­bar­áttu „Lea­ve“-hóps­ins sem barðist fyr­ir því að Bret­ar kysu að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í síðasta mánuði. Eins og kunn­ugt er kusu Bret­ar naum­lega að yf­ir­gefa sam­bandið.

Skip­un John­son var til­kynnt í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­sæt­is­ráðherr­ans við Down­ing-stræti þar sem seg­ir að Elísa­bet drottn­ing hafi samþykkt skip­un­ina.

Fyrri frétt mbl.is: Th­eresa May form­lega tek­in við

Fyrri frétt mbl.is: Hammond fjár­málaráðherra Bret­lands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert