Bretland mun ekki yfirgefa Evrópu

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir að þrátt fyr­ir að Bret­land ætli að yf­ir­gefa ESB þýði það ekki að það ætli að yf­ir­gefa Evr­ópu.

„Við verðum að virða vilja fólks­ins úr þjóðar­at­kvæðagreiðslunni en það þýðir ekki að við séum að yf­ir­gefa Evr­ópu á nokk­urn hátt,“ sagði John­son.

Hann vísaði einnig á bug gagn­rýni á skip­an hans sem ut­an­rík­is­ráðherra er hann ræddi við frétta­menn fyr­ir utan ut­an­rík­is­ráðuneytið. 

„Eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna 23. júní er óhjá­kvæmi­legt að það hrynji aðeins niður úr loft­um kansl­ara­embætta Evr­ópu,“ sagði hann.

Hann gerði einnig lítið úr um­mæl­um franska ut­an­rík­is­ráðherr­ans Jean-Marc Ayrault um að hann hefði „logið mikið“ meðan á Brex­it-her­ferðinni stóð. Sagðist John­son ein­göngu hafa fengið „heill­andi bréf“ frá hinum franska koll­ega sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert