Brexit viðræður hefjist eins fljótt og hægt er

Theresa May tók vel á móti Donald Tusk í Downing …
Theresa May tók vel á móti Donald Tusk í Downing stræti í morgun. AFP

Forseti Evrópusambandsins, Donald Tusk, hvetur til þess að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefjist eins fljótt og auðið er. Hann átti fund með forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, í dag.

Í upphaf fundar þeirra í ráðherrabústaðnum við Downingstræti, sagði Tusk við May að hann viti að þetta er ekki auðvelt en hann vonist til þess að Bretar séu reiðubúnir í að hefja útgönguferlið sem fyrst.

Hann segir að þetta verði umræðuefni fundarins sem nú stendur yfir en hún hefur sagt að ekki standi til að hefja formlegt ferli útgöngu fyrr en á næsta ári.

Valdis Dombrovskis, sem fer með evrumál í framkvæmdastjórn ESB,  segir að Evrópusambandið muni ekki sætta sig við að Bretar hagnýti sér Brexit með því að neita frjálsri för fólks á sama tíma og fjármálagjörningar verði áfram í fjármálahverfi höfuðborgarinnar. 

Hann segir að þetta sé í höndum bresku ríkisstjórnar. Ef hún ákveði að láta ekki nægja að yfirgefa ESB heldur einnig evrópska efnahagssvæðið. Mjög margir fjármálagjörningar tengdir evrunni hafa farið um breska banka þar sem reglur ESS heimila Bretlandi að hýsa slík gjaldeyrisviðskipti þrátt fyrir að landi sé ekki hluti af evru-svæðinu. 

Nokkur stór fjármálafyrirtæki, þar á meðal JP Morgan og UBS, hafa lýst því yfir að með Brexit sé líklegt að nokkur þúsund störf fari frá fjármálahverfi Lundúna í önnur fjármálahverfi ESB ríkja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert