ESB-her dregur ekki úr gildi NATO

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AFP

Fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, Jens Stolten­berg, seg­ir að áætlan­ir Evr­ópu­sam­bands­ins um aukið varn­ar­sam­starf eft­ir brott­hvarf Breta úr ESB muni ekki draga úr gildi NATO.

Stolten­berg seg­ir að það sé eng­in mót­sögn í sterku varn­ar­sam­starfi inn­an ESB og sterku varn­ar­banda­lagi NATO. Held­ur muni banda­lög­in styðja hvort annað. Hann er stadd­ur á fundi varn­ar­málaráðherra ESB-ríkj­anna í höfuðborg Slóvakíu, Brat­islava.

Hann seg­ir mik­il­vægt að komið sé í veg fyr­ir end­ur­tekn­ingu en varn­ar­málaráðherra Bret­lands, Michael Fallon, seg­ir að Bret­ar muni áfram vera and­snún­ir hug­mynd­inni um ESB-her og að hug­mynd­ir ESB um að auka varn­ar­starf ríkj­anna eft­ir Brex­it muni draga úr gildi NATO.

Á fund­in­um er verið að ræða hug­mynd­ir Frakka og Þjóðverja um meira varn­ar­sam­starf og hvar hernaðar­höfuðstöðvar ESB eigi að vera eft­ir að samþykkt var ný­verið að auka varn­ar­sam­starfið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert