Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, segir í viðtali við BBC í dag að útganga Breta úr Evrópusambandinu hefjist fyrir lok marsmánaðar á næsta ári.
Hingað til hefur May aðeins sagt að stjórnvöld myndu ekki virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir árslok en samkvæmt greininni hefur ríki tvö ár til þess að ná samkomulagi við leiðtoga Evrópusambandsins um hvernig skilmálum úrsagnarinnar verði háttað.
May segir í viðtali við BBC í morgun að hún muni greina nánar fá þessu í ræðu sem hún flytur á flokksfundi Íhaldsflokksins í Birmingham í dag.