Átti að leita heimildar þingsins

AFP

Breska rík­is­stjórnin átti að leita heim­ild­ar breska þings­ins áður en hún hóf form­lega úr­sagn­ar­ferli lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta er niðurstaða bresks dómstóls sem kynnti niðurstöðu sína í morgun. 

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst hefja úr­sagn­ar­ferlið í mars á næsta ári. Hún tel­ur rík­is­stjórn sína hafa kon­ung­legt vald til þess að taka ákvörðun um að hefja ferlið, en um er að ræða hluta af fram­kvæmda­vald­inu. Talið er að ríkisstjórnin muni áfrýja niðurstöðu hæstaréttar til æðra dómstigs (Court of Appeal). 

Þingið verður að greiða atkvæði um hvort Bretland geti hafið úrsagnarferlið, segir í úrskurði hæstaréttar sem var kveðinn upp í morgun. Það þýðir að ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissa­bon­sátt­mál­ans, sem myndi hrinda af stað tveggja ára samn­ingaviðræðum um út­göngu Breta, án samþykkis þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert