Vongóð um sigur fyrir hæstarétti

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tjáði forystumönnum Evrópusambandsins símleiðis í dag að enn væri stefnt að því að hefja formlegt úrsagnarferli landsins úr sambandinu í mars á næsta ári þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar Englands og Wales þess efnis að stjórnvöld yrðu að leita eftir samþykki þingsins áður en ferlið yrði hafið.

Fram kemur í frétt AFP að May hafi tjáð Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að hún væri sannfærð um að úrskurðinum yrði snúið við í Hæstarétti Bretlands, en ríkisstjórn hennar hyggst áfrýja honum þangað. Talið er að niðurstaðan gæti legið fyrir í desember.

Forsætisráðherrann sagði við Merkel og Juncker að þrátt fyrir að ríkisstjórnin væri vonsvikin með úrskurðinn hefði hún þung lagaleg rök sín megin í málinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert