Vongóð um sigur fyrir hæstarétti

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May, tjáði for­ystu­mönn­um Evr­ópu­sam­bands­ins sím­leiðis í dag að enn væri stefnt að því að hefja form­legt úr­sagn­ar­ferli lands­ins úr sam­band­inu í mars á næsta ári þrátt fyr­ir úr­sk­urð Hæsta­rétt­ar Eng­lands og Wales þess efn­is að stjórn­völd yrðu að leita eft­ir samþykki þings­ins áður en ferlið yrði hafið.

Fram kem­ur í frétt AFP að May hafi tjáð Jean-Clau­de Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, og Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, að hún væri sann­færð um að úr­sk­urðinum yrði snúið við í Hæsta­rétti Bret­lands, en rík­is­stjórn henn­ar hyggst áfrýja hon­um þangað. Talið er að niðurstaðan gæti legið fyr­ir í des­em­ber.

For­sæt­is­ráðherr­ann sagði við Merkel og Juncker að þrátt fyr­ir að rík­is­stjórn­in væri von­svik­in með úr­sk­urðinn hefði hún þung laga­leg rök sín meg­in í mál­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert