Trump ræðir við leyniþjónustuna

Donald Trump, væntanlegur forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, væntanlegur forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, hefur tjáð sig um refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum. „Það er kominn tími fyrir okkar þjóð til að fikra sig áfram í átt að stærri og betri hlutum,“ sagði Trump.

Því hefur verið haldið fram að Rússar hafi átt þátt í sigri hans á Hillary Clinton í forsetakosningunum með því að hafa áhrif á kosningarnar.

Bandaríkjastjórn ákvað að reka 35 rússneska leyniþjónustumenn úr landi, meðal annars vegna hinna meintu netárása. 

Frétt mbl.is: Ráku 35 Rússa úr landi

Trump hefur gert lítið úr ásökunum Bandaríkjastjórnar og sagt Demókrataflokkinn vera á bak við þær vegna taps Clintons í kosningunum. 

„Samt sem áður, til að þjóna hagsmunum okkar þjóðar og hins frábæra fólks sem þar býr, ætla ég að hitta leiðtoga leyniþjónustunnar í næstu viku til að fá að vita um nýjustu staðreyndirnar í málinu.“  

Andað hefur köldu á milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna málsins. 

Frétt mbl.is: Rússar ætla að leita hefnda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert