Mega ekki semja um viðskipti

AFP

Evr­ópu­sam­bandið varaði bresk stjórn­völd við því í dag að þau gætu ekki átt í form­leg­um viðræðum við önn­ur ríki um viðskipti fyrr en Bret­land hefði form­lega yf­ir­gefið sam­bandið. Viðvör­un­in kem­ur í kjöl­far frétta af því að Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sé á för­um til Banda­ríkj­anna síðar í vik­unni til fund­ar við Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, þar sem meðal ann­ars standi til að ræða mögu­leg­an fríversl­un­ar­samn­ing á milli land­anna.

„Viðskipta­mál eru al­farið á könnu Evr­ópu­sam­bands­ins. Það má ræða um mála­flokk­inn en ekki er hægt að semja um viðskipta­samn­inga nema utan sam­bands­ins,“ sagði Marga­rit­is Schinas, talsmaður fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, við blaðamenn í Brus­sel í dag. Vísaði hann til þess að ríki sam­bands­ins hefðu fram­selt full­veldi sitt til þess að semja um viðskipti við önn­ur ríki til stofn­ana þess. Hann bætti við að hins veg­ar mætti spjalla um viðskipti.

May hef­ur þegar reynt á þolrif Evr­ópu­sam­bands­ins í þess­um efn­um með fund­um með for­ystu­mönn­um ríkja eins og Ind­lands, Nýja-Sjá­lands og Ástr­al­íu um mögu­lega fríversl­un­ar­samn­inga eft­ir að Bret­land yf­ir­gef­ur sam­bandið. Rík­is­stjórn henn­ar hef­ur lagt megin­á­herslu á að semja hratt um viðskipti þegar Bret­land verður komið úr Evr­ópu­sam­band­inu. Meðal ann­ars við Banda­rík­in og Kína og fleiri ríki.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert